Fjölbreyttir fararskjótar

3/9/2010

  • Salný Sif Júliusdóttir

Þær eru fjölbreyttar leiðirnar sem starfsmenn og nemendur nota til að komast til náms og vinnu í skólanum. Bílar og strætisvagnar eru algengur samgöngumáti og morgunganga hressir marga. Það vakti athygli að þessar þrjár tegundir af hjólum hafa staðið við starfsmannainnganginn undanfarna daga.

Guðmundur aðstoðarskólameistari á mótorhjólið og Jóhanna stærðfræðikennari kemur á reiðhjóli úr hverfinu. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvaða kennari ætti bleika hjólið. Það kom í ljós að Salný Sif Júliusdóttir nýnemi á félagsliðabraut er eigandi vespunnar sem er rafknúin. Móðursystir hennar sendi okkur þessa skemmtilegu mynd.

Það er hægt að skoða myndirnar nánar með því að smella á þær.

Fjölbreyttir fararskjótarHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira