Kennsla hefst

23/8/2010

  • Nýnemar

Kennsla við Borgarholtsskóla hófst í dag mánudag. Aðsókn að skólanum er mjög góð eins og undanfarin ár. Innritaðir nemendur í dagskóla eru 1206, 52 eru í síðdegsinámi, 30 í kvöldskóla og 143 í dreifnámi. Alls er þetta 1431 nemandi. Við skólann starfa 125 starfsmenn, þar af eru 97 kennarar.

Skólinn er vinsæll í Grafarvogi og Mosfellsbæ en nemendur koma víðar að vegna þess fjölbreytta náms sem er í boði. Auk bóknámsbrauta til stúdentsprófs er hægt að velja um almenna námsbraut, bíliðngreinar, félagsliðabraut, margmiðlunarhönnun, málm- og véltæknigreinar, starfsbraut, verslunar- og skrifstofubraut eða nám fyrir stuðningsfulltrúa, skólaliða og leiðbeinendur í leikskóla.

79% þeirra nemenda sem settu Borgarholtsskóla sem fyrsta val um framhaldsskóla fengu skólavist. Mest aðsókn er að bóknámsbrautum til stúdentsprófs og grunndeildum málm- og bíliðna.

Á myndinni eru nemendur sem eru að byrja í skólanum á þessari önn en nýnemar fá sérstakan kynningardag áður en kennsla hefst.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira