Ráðstefna um skólaþróun

13/8/2010

  • Upplýsingaver í Laugalækjarskóla

Haustráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun er haldin í Borgarholtsskóla föstudaginn 13. ágúst. Þema hennar er: Vinnum saman þvert á greinar. Fjallað er um skipulagningu heildstæðra viðfangsefna þar sem áhersla er á samþættingu námsgreina, þemanám, samvinnu, heimildaleit, rannsóknarvinnu og skapandi starf. Ráðstefnan stendur frá kl. 9.00–14.30. Árdegis eru fyrirlestrar og kynningar en eftir hádegi mál- og vinnustofur.

Meðal áhugaverðra erinda fyrir hádegi var Upplýsingaver í skólastarfi. Þverfagleg verkefni. Á meðfylgjandi mynd eru Fríða Haraldsdóttir og Margrét Sólmundsdóttir deildarstjórar við Laugalækjarskóla sem fluttu erindið.

Vefur Samtaka áhugafólks um skólaþróun er á slóðinnii: skolathroun.is.

Þátttakendur á ráðstefnu
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira