Afrekskylfingur á leið til Bandaríkjanna

12/8/2010

  • Kristján Þór Einarsson afrekskylfingur

Kristján Þór Einarsson afrekskylfingur og fyrrum nemi Borgarholtsskóla hefur hlotið fullan skólastyrk til að stunda nám í háskóla í Louisiana í Bandaríkjunum. Kristján var einn af þeim fyrstu sem stunduðu nám á afreksíþróttasviði skólans. Kristján er 22 ára gamall og meðal fremstu kylfinga á Íslandi og keppir á Eimskipsmótaröðinni þar sem hann er í öðru sæti á stigalistanum.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristján að það sé stórt stökk að fara í háskólagolfið í Bandaríkjunum og hann gælir jafnvel við að reyna sig í atvinnumennskunni þegar náminu lýkur. Það eru því spennandi tímar framundan hjá þessum mikla golfsnillingi úr Borgarholtsskóla.

Kristján Þór Einarsson afrekskylfingur


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira