Nýr skólameistari BHS
Bryndís hefur starfað við skólann frá stofnun hans árið 1996, fyrstu fimm árin sem kennslustjóri en síðan sem aðstoðarskólameistari auk þess sem hún gegndi starfi skólameistara tvo vetur í fjarveru Ólafs Sigurðssonar. Jafnframt hefur hún sinnt kennslu á almennum námsbrautum skólans.
Eftir að hafa lokið BA prófi í sagnfræði og frönsku frá Háskóla Íslands lagði Bryndís stund á nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda. Hún hlaut M.Ed. gráðu frá John Caroll University, Cleveland Ohio í Bandaríkjunum en í námi sínu og lokaverkefni lagði hún áherslu á hlutskipti jaðarhópa í námi, þ.e. þá sem bera af og þá sem þurfa sérstaka aðstoð (exceptional learners). Árið 2006 lauk Bryndís meistaranámi í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá HÍ.