Nýr skólameistari BHS

4/8/2010

  • bryndis_sigurjonsdottir

Bryndís hefur starfað við skólann frá stofnun hans árið 1996, fyrstu fimm árin sem kennslustjóri en síðan sem aðstoðarskólameistari auk þess sem hún gegndi starfi skólameistara tvo vetur í fjarveru Ólafs Sigurðssonar. Jafnframt hefur hún sinnt kennslu á almennum námsbrautum skólans.

Eftir að hafa lokið BA prófi í sagnfræði og frönsku frá Háskóla Íslands lagði Bryndís stund á nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda. Hún hlaut M.Ed. gráðu frá John Caroll University, Cleveland Ohio  í Bandaríkjunum en í námi sínu og lokaverkefni lagði hún áherslu á hlutskipti jaðarhópa í námi, þ.e. þá sem bera af og þá sem þurfa sérstaka aðstoð (exceptional learners). Árið 2006 lauk Bryndís meistaranámi í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá HÍ.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira