Kristinn hjólar um Vestfirði

30/6/2010

  • Kristinn og Lárus leggja af stað

Kristinn Arnar Guðjónsson raungreinakennari er lagður af stað í hjólreiðaferð um Vesturland og Vestfirði. Með honum í för eru Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, áður aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla, og Thelma systir Kristins. Þeim miðar vel áfram og nú stödd í Dýrafirði en leiðin í heild verður um 1100 km. löng.

Ferðin hófst í Hvalfirði föstudaginn 25. júní og fyrsta daginn var hjólaður 71 km. að Bifröst þar sem var gist fyrstu nóttina. Þaðan var hjólað að Búðardal, gegnum Hólmavík og um Ísafjarðardjúp. Suðurfirðir verða næstir allt að Búðardal en þaðan verður farið fyrir Snæfellsnes og til Reykjavíkur. 

Í fyrra hjólaði Kristinn hringinn í kringum landið og eins og þá heldur hann úti bloggsíðu þar sem hægt er að fylgjast með ferðinni. Slóðin er http://hringurinn.blog.is.

Kristinn, Thelma og Lárus


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira