Innritun lokið

30/6/2010

  • Demantur og skóli 2

Nú er lokið afgreiðslu umsókna um nám við skólann á haustönn 2010. Mikill fjöldi umsókna barst en því miður reyndist ekki unnt að bjóða öllum áhugasömum skólavist. Af þeim 829 einstaklingum sem sóttu um nám við skólann fengu 493 skólavist eða 59%. Mest aðsókn var að bóknámsbrautum til stúdentsprófs (320 umsækjendur) og grunndeildum málm- og bíliðna (207 umsækjendur).

Það er starfsfólki og stjórnendum Borgarholtsskóla mikið tilhlökkunarefni að hitta bæði nýja og eldri nemendur skólans í haust til að takast á við hin miklu og brýnu verkefni sem framundan eru í skólastarfinu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira