Sampo verkefni

19/5/2010

  • Frá Finnlandi

Nokkrir nemendur og kennarar af Lista- og fjölmiðlabraut Borgarholtsskóla eru í Finnlandi í vinnustofu ásamt nemendum frá Eistlandi og heimamönnum að ljúka samvinnuverkefninu SAMPO sem hefur staðið í tvö ár. 

Verkefnið er byggt á hefðum, þjóðsögum og arfleið landanna þriggja. Við höfum unnið að gerð teiknimyndarsögu, hreyfimyndar, vefsíðu, heimildarmyndar um verkefnið og margmiðluardisks. SAMPO er styrkt af Leonardo menntaáætlun Evrópusambandsins.

Nemendur í ferðinni eru: Bára Ösp Kristgeirsdóttir, Samúel Þór Smárason, Andrea Arnarsdóttir og Hörður Björnsson. Ásamt kennurunum Hákoni Má Oddssyni og Kristveigu Halldórsdóttur.

Ljósmyndin er frá Ukko Koli (Gamla manninum) sem er hæsta fjall austur Finnlands 347m á hæð.

Nemendahópurinn á Ukko Koli

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira