Útskriftarsýningar lista- og fjölmiðlasviðs
Listabrautin verður með tvær úrskriftarsýningar næstkomandi föstudag. Stúdíótæknin verður í Smárabíói milli klukkan 11 og 15 og grafíska-/prentdeildin opnar sýninguna sína á Korpúlfsstöðum klukkan 16.
Stúdíótækni
Sýning á heimildamyndum útskriftarnemanda á fjölmiðlatæknibraut Borgarholtsskóla skólaárið 2009 - 2010. 15 heimildamyndir verða sýndar í ár, þar má nefna myndir sem fjalla um húsverði og aðra sem fjallar um einelti. Sýningin byrjar klukkan 11:00 og stendur a.m.k. til kl. 14. Stutt hlé verður gert eftir 8 myndir. Það er frítt inn og endilega bjóðið öllum á þessa góðu fjölskylduskemmtun í bíó.
Prent/grafík/margmiðlun
Þér er boðið á opnun útskriftarsýningar listnámsbrautar Borgarholtsskóla föstudaginn 7. maí. Opnunartímar helgina 7.-9. maí:
Föstudag 16-18
Laugardag 14-18
Sunnudag 14-18
Sýningin verður haldin á Korpúlfsstöðum.