Skólameistari kveður
Á miðvikudag var haldið kveðjuhóf fyrir Ólaf Sigurðsson fráfarandi skólameistara. Hann hefur verið í leyfi frá skólanum á þessu skólaári en hefur nú ákveðið að flytja sig alfarið til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hann hefur unnið síðastliðið ár.
Fjölmargir starfsmenn mættu í boðið til að heiðra og kveðja Ólaf. Sönghópur Borgarholtsskóla, undir stjórn Braga kórstjóra, flutti nokkur lög við góðar undirtektir. Í kveðjuskyni var Ólafi færð bókin Jöklar á Íslandi. Jafnframt var honum óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Embætti skólameistara hefur verið auglýst laust til umsóknar en Bryndís Sigurjónsdóttir hefur sinnt því starfi meðan Ólafur var í leyfi.