Í viðtali hjá ríkisútvarpinu í Kanada
Kristinn Arnar Guðjónsson raungreinakennari var í löngu viðtali hjá einni virtustu útvarpskonu Kanada um Eyjafjallagosið. Hægt er að hlusta á viðtalið á slóðinni http://www.cbc.ca/thecurrent/2010/04/april-22-2010.html
Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans er fjallað ítarlega um Eldgos í Eyjafjallajökli.
Efri myndin með þessari frétt er tekin af vefnum þeirra en hin er frá Kristni sjálfum.
Eldgosið hefur vakið mikla og jafnvel neikvæða athygli víða um heim, sérstaklega vegna röskunar á flugsamgöngum. Fréttastofan CNN hefur þó tekið saman spaugilega frétt þar sem fréttamenn og almenningur í Bandaríkjunum reynir að bera fram 16 stafa orðið Eyjafjallajökull:
http://edition.cnn.com/2010/WORLD/europe/04/20/volcano.pronounciation/index.html