Dimmisjón

21/4/2010

  • Útskriftarnemar á bókasafni

Útskriftarnemar klæddir skjaldbökubúningum eða hvítum jakkafötum mættu í skólann í morgun til að fagna væntanlegum námslokum. Hópnum var boðið í morgunmat í matsal skólans en síðan voru nemendurnir með dagskrá í löngu frímínútunum. Þar var allt starfsfólk skólans kallað upp til að taka á móti gjöfum. Nemendur þökkuðu kennurum sínum fyrir leiðsögnina á undanförnum önnum.

Mikil gleði ríkti í hópnum og skemmtunin mun væntanlega standa fram eftir nóttu. Stúlkurnar tvær á myndinni gáfu sér samt tíma til að prenta út verkefni á bókasafni. Enda er aðeins rúmlega ein vika eftir af kennslu og síðan taka prófin við svo það er vissara að halda sér við námsefnið. Útskriftarhátíð verður svo föstudaginn 21. maí.

Vaskir drengir með gítar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira