Londonferð sálfræðinema

12/4/2010

  • Londonferð sálfræðinema

Nemendur á félagsfræðabraut og í lokaáföngum sálfræði í skólanum fóru í náms-og menningarferð til London rétt fyrir páska. 22 nemendur og tveir kennarar, Aron og Kristján Ari, gistu á hóteli í miðju háskólahverfi við Russel Square. Byrjað var á því að skoða heimili og meðferðaraðstæður sálfræðingsins Sigmunds Freud, ásamt því að njóta veðurblíðunnar í bakgarði hans. Nemendur fengu frábæra leiðsögn frá Kristjáni Ara um sögufrægar byggingar og lestarkerfi Lundúnarborgar. Hópurinn fór í skoðunaferð á British Museum, Tate safnið, St. Pauls kirkjuna, Big Ben, London Bridge og Tower of London svo eitthvað sé nefnt. Þetta var mjög góð ferð í alla staði og nemendur reynslunni ríkari.

Londonferð sálfræðinema


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira