Sigur í söngkeppninni

12/4/2010

  • Söngkeppni framhaldsskólanna

Borgarholtsskóli sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna síðastliðið laugardagskvöld. Kristmundur Axel Kristmundsson samdi og rappaði textann Komdu til baka við lagið Tears in heaven eftir Eric Clapton. Með honum á sviðinu voru Júlí Heiðar söngvari og Guðni Matthíasson gítarleikari.
Þessi tuttugasta söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 10. apríl og sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2.

Á myndinni hér fyrir neðan er Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari að veita strákunum viðurkenningu fyrir árangurinn en þeir fluttu lagið í matsal skólans í hádeginu á mánudaginn.

Hér má hlusta á lagið: http://www.youtube.com/watch?v=9dnRSgMaL5Q

Uppkoma í matsal


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira