Fjölbreyttir íþróttatímar

24/3/2010

  • Fjallgönguhópur

Göngugarpar í Borgó

Nemendur í áfanganum ganga/fjallganga hafa nú gengið á 4 fjöll með góðum árangri. Áfanginn er íþróttaáfangi og afar vinsæll á meðal nemenda. Fjöll í nágrenni skólans urðu fyrir valinu í vetur og gengið var á Úlfarsfell, Esju, Reykjafell og fjallið Þorbjörn þar sem endað var í slökun í Bláa lóninu. Nemendur hafa verið einstaklega kraftmiklir í vetur og ekki látið vind né úrkomu trufla göngur sínar. Margir hverjir eru fróðir um náttúruna og hafa komið með góðar uppástungur að skemmtilegum gönguleiðum. Ein ganga er eftir í áfanganum en hún verður í Elliðaárdal 16. apríl.

Fjör á svellinu á föstudögum

Nemendur skólans hafa rennt sér á skautum á föstudögum í allan vetur. Mikil stemning hefur skapast á svellinu í Egilshöll þar sem fjölmargir Borgó strákar hafa reynt sig í íshokkí. Mörk eru sett upp á hluta af svellinu og nemendur fá góða útrás við að keppa sín á milli. Á hinum hluta svellsins renna þeir sér sem vilja fara frjálst um svellið. Íþróttakennarar minna á að svellið er opið fyrir alla nemendur skólans á föstudögum kl. 13-15 og hægt er að fá íþróttamætingar fyrir. Frítt er á svellið en það kostar 200 krónur að leigja skauta.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
íþróttakennarar

Íshokkí í Egilshöll
Skautatími í Egilshöll


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira