Íslandsmót iðn- og verkgreina

23/3/2010

  • Lógó Íslandsmóts iðnnema

Iðnnámsnemendur úr Borgarholtsskóla stóðu sig mjög vel á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2010 sem fór fram í Smáralind dagana 18. og 19. mars. Þetta var í fimmta sinn sem mótið var haldið en keppt var í eftirtöldum greinum: málmsuðu, trésmíði, pípulögnum, bíliðngreinum, málaraiðn, dúklagningum, hársnyrtingu, snyrtifræði, grafískri miðlun og ljósmyndun, bakariðn, matreiðslu, framreiðslu, kjötiðn, skrúðgarðyrkju og rafvirkjun.

Nemendur frá okkur kepptu í málm- og biliðngreinum og hlutu eftirtöld verðlaun:

Íslandsmót iðnnema
Tækniteikning Inventor: Hákon Vignir Smárason (silfur).

Íslandsmót iðnnema Bifvélavirkjun: Sindri Jóhannsson (gull), Sigurður Frímann Hilmarsson (silfur), Unnar Vigfússon (brons).
    
Íslandsmót iðnnema Bílamálun: Ásgeir Snorrason (gull), Íris Dögg Ásmundsdóttir (silfur), Ingi Rafn Brynjólfsson (brons).

Það má lesa meira um mótið á vefnum http://skillsiceland.is
Myndir eru á http://www.flickr.com/photos/skillsicelandHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira