Finnlandsferð félagsliðanema

22/3/2010

  • Finnlandsferð félagsliðanema

Nemendur af félagsliðabraut fóru til Tampere í Finnlandi vikuna 7.-14. mars sl. og tóku þátt í ráðstefnu um ,,brottfall í framhaldsskólum". Ferðin er partur af fjögurra ára verkefni í félags- og heilbrigðisgreinum í tengslum við Nordplus-Junior, sem Borgarholtsskóli er þátttakandi að. Nemendur voru 100 talsins frá Danmörku, Litháen, Finnlandi og Íslandi. Finnarnir tóku vel á móti okkur og við kynntumst fólki frá öðrum löndum í félags- og heilbrigðisgreinum sem er dýrmætt. Þess má geta að Finnarnir eru að koma til Íslands í apríl og munu nemendur og kennarar félagsliðabrautar taka á móti þeim.


Finnlandsferð félagsliðanemaFinnlandsferð félagsliðanema

Á þessu myndbandi á Youtube eru tveir nemendur í hópnum að flytja íslenskt lag á ensku: http://www.youtube.com/watch?v=tVupGfIXX_wHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira