Haukur Helgi til Bandaríkjanna

10/3/2010

  • Haukur Helgi Pálsson

Fyrrum nemandi af afrekssviði Borgarholtsskóla í körfubolta, Haukur Helgi Pálsson, hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland háskólann í Bandaríkjunum um að leika með körfuboltaliði skólans ásamt því að stunda þar háskólanám.

Maryland háskólinn er einn sá virtasti í körfuboltanum í bandarísku háskóladeildinni og vann til að mynda bandaríska meistaratitilinn fyrir 8 árum. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fer í skóla með svona öflugt körfuboltalið en á hverju ári fara margir útskriftarnemar liðsins að leika í NBA deildinni.

Haukur Helgi gat valið úr mörgum sterkum skólum en ákvað að slá til að fara í Maryland háskólann. Námslega séð er skólinn einnig gríðarlega virtur og mikils metið telst að hafa háskólagráðu þaðan.

Haukur Helgi var lykilmaður í körfuboltaliði Fjölnis og íslenska unglingalandsliðinu sem varð einmitt Norðurlandameistari á síðasta ári. Þá var Haukur Helgi valinn besti leikmaður Norðurlandamótsins.

Myndin er fengin af vef Körfuknattleikssambands Íslands kki.is.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira