Fréttir frá þýskudeild
Stuttmyndasamkeppni
Félag þýskukennara í samráði við þýska sendiráðið og fleiri áhugaaðila efnir til stuttmyndasamkeppni. Forkeppni fer fram innan skólans en bestu myndirnar keppa um vegleg verðlaun í Iðnó síðar á önninni. Allir nemendur skólans geta tekið þátt í keppninni. Myndum þarf að skila til þýskukennara skólans fyrir 13. mars. Skilmálar keppninnar eru í viðhengi.
Dvöl í Þýskalandi
Þremur nemendum verður boðið að fara á 3ja vikna þýskunámskeið í júlí. Ferðir til Þýskalands, dvöl og uppihald er greitt og námskeiðið því nemendum að kostnaðarlausu. Þau sem fóru á sambærilegt námskeið síðasta sumar voru mjög ánægð. Í viðhenginu er auglýsing um staðinn og þær kröfur sem gerðar eru.
Sigurborg og Bernd veita nánari upplýsingar.