Jafnréttisdagur

9/3/2010

  • Bókin Á mannamáli

Mánudaginn 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, var í fyrsta sinn haldinn Jafnréttisdagur Borgarholtsskóla. Jafnrétti kynjanna var í brennidepli þennan dag.

Tveir áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði fyrir nemendahópa. Annars vegar var um að ræða erindi frá Eygló Árnadóttur. Hins vegar fjallaði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir um bók sína ,,Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi : brotin, dómarnir, aðgerðirnar og umræðan”.

JafnréttisstofaÝmsir kennarar fléttuðu jafnréttissjónarmiðum inn í kennslu sína og tóku þátt í dagskránni. Má þar nefna að nemendur í KYN 103 voru með vitundarvakningu í stofukynningum. Leiklistarhópar Guðnýjar Maríu var með jafnréttisgjörninga á göngum og þrír hópar Guðrúnar list gerðu plaköt til að vekja athygli á málefninu.


Einnig voru uppákomur í löngu frímínútum og í hádegishléi. Meðal annars myndband ætlað til vitundarvakningar.

Frekari upplýsingar um sögu 8. mars má finna á vef Kvennasögusafns Íslands

Merkið er fengið af vef Jafnréttisstofu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira