Íþróttavakning framhaldsskólanna
Miðvikudaginn 3. mars var farið í 3 km. hlaup/göngu í hverfinu. Íþróttakennarar ásamt nemendaráði sáu um skipulagningu atburðarins sem er hluti af íþróttavakningu framhaldsskólanna.
Það voru 383 nemendur sem tóku þátt en nemendur í dagskóla eru 1086. Hópurinn safnaðist saman í bílaporti klukkan 10:00. Þaðan var genginn/hlaupinn 3 km. hringur í nágrenninu á eftir svokölluðum hérum sem leiddu hópinn. Kennsla hófst aftur kl. 10:30.
Það skipti ekki öllu máli hversu fljótur hver einstaklingur var með þessa 3 km. heldur að samstaða ríkti í skólanum um að taka þátt en við fáum eitt stig fyrir hvern nemenda sem tekur þátt.
Í fyrra tóku um 8000 nemendur úr rúmlega 20 framhaldsskólum þátt í átakinu og titilinn Íþróttaskóli ársins 2009 hlaut Menntaskólinn á Laugarvatni. Borgarholtsskóli varð í 5. sæti.
Þetta er í annað sinn sem þessi íþróttavakning fer fram í framhaldsskólum. Hægt er að lesa meira um verkefnið á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.