Fréttir frá starfsemi í bílgreinahúsi

19/2/2010

  • Undirvagn fyrir rafmagnsfarartæki

Þann 18. febrúar var kynning í Borgarholtsskóla á borgarbíl framtíðarinnar.

Ingólfur Harðarson kynnti nemendum bíltæknibrautar nýja þróun á undirvagni fyrir rafmagnsbifreiðar. Ingólfur hefur þróað nýja tegund af undirvagni fyrir rafmagnsfarartæki sem gerir þeim kleift að keyra beint til hliðar. Nýjungin felst í fimmta hjólinu undir miðjum bílnum sem bæði drífur hann áfram og stýrir. Þessi uppfinning gæti til dæmis hentað vel til að koma bíl í stæði.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira