Glæsiballið

15/2/2010

  • Veislugestir

Glæsiballið var haldið í sal skólans fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Ballið er algerlega vímulaust. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi og snæddu þrírétta máltíð sem Gulla kokkur og félagar í eldhúsinu matreiddu og starfsmenn og kennarar skólans báru á borð fyrir nemendur. Gói var veislustjóri og í boði voru bæði heimatilbúin og aðkeypt skemmtiatriði. Til dæmis glæsiballsmynd, dans- og söngatriði frá kennurum, Dóri DNA var með uppistand og Raggi Bjarna ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni tók lagið. Í lokin hélt Danni Deluxx uppi fjörinu á dansgólfinu.

Mæta á staðinnGói veislustjóriÍ glæsilegum kjólumGuðrún fagmannleg með diskana
Forréttur


Atriði frá kennurumTæknimaður
Raggi Bjarna

Kennararapp
Dóri DNA
Vinsældaverðlaun
Kennari ársins
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira