Skóhlífadagar og Glæsiball
Dagana 10.-11. febrúar verða svokallaðir skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Þá fellur hefðbundin kennsla niður en nemendur sækja námskeið eða aðrar sniðugar uppákomur í staðinn. Skráning á námskeið og á glæsiball hefst í dag mánudag.
Skyldumæting er á skóhlífadaga og eiga allir að skrá sig á þrjú námskeið.
Bæklingur með upplýsingum um námskeið og uppákomur sem verða í boði (pdf-skjal)
Skráningin verður rafræn í ár og fer fram á borgari.is. Til þess að geta skráð sig á borgaranum þarf að nýskrá sig á www.borgari.is og þá fá nemendur sent lykilorð á póstfang sitt hjá @bhs.is.
Ef einhver lendir í vandræðum með að skrá sig þarf að hafa samband við Jón Karl Einarsson formann margmiðlunarnefndar NFBHS í síma 771-7799 eða senda póst á litli.hamsturinn@gmail.com.
Glæsiballið verður haldið í sal skólans fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Húsið opnar kl. 19:00, ballið byrjar kl. 19:30 og stendur til kl. 01.00. Kennarar bera fram mat sem verður eftirfarandi: Asparssúpa í forrétt, kalkúnn eða lambakjöt í aðalrétt og í eftirrétt verður svo súkkulaðikaka með ís. Hin árlega glæsiballsmynd verður frumsýnd á staðnum og heldur Danni Deluxx uppi fjörinu ásamt frábærum leynigesti. Veislustjóri kvöldsins verður Gói. Miðinn kostar 3.000 kr. og hefst miðasala á mánudaginn.
Föstudaginn 12. febrúar er vorannarhlé í skólanum og því engin kennsla.