Íslensk menningarvika í Eistlandi
Íslensk menningarvika var haldin í einum af grunn- og framhaldsskólum höfuðborgar Eistlands, Tallinn, í síðustu viku. Skólinn heitir Tallinna XXI kooli og er með um 1000 nemendur á aldrinum 7 til 18 ára.
Nemendur og starfsfólk skólans hafa undirbúið menningarvikuna á margíslegan hátt frá því síðastliðið haust. Eistlendingarnir hafa m.a. verið í samstarfi við nemendur Borgarholtsskóla undir stjórn Sigurborgar Jónsdóttur. Opnunin sem var 12. janúar hófst með sýningu stuttmyndar eftir nemendur skólans; myndin fjallaði um margra vikna undirbúning menningarvikunnar. Eftir það var haft samband við nemendur Borgarholtsskóla í gegnum netið og heilsuðu þeir upp á eistnesku nemendurna í gegnum Skype. Netsamband við Ísland var opið alla opnunarhátíðina.
Sjá nánar á: http://www.utanrikisraduneyti.is/stiklur-menningar/skra/nr/5384