Kennsla er hafin

6/1/2010

  • Upphaf annar

Stundaskrár voru afhentar mánudaginn 4. janúar og kennsla hófst í morgun miðvikudag. Kennarar hafa staðið í ströngu við undirbúning en mesta álagið hefur verið á starfsfólki skrifstofu, áfangastjórum og kennslustjórum sem hafa reynt að koma til móts við óskir nemenda við töflugerð og töflubreytingar.

Á þessari önn voru um það bil 1100 nemendur innritaðir í dagskóla, 44 í síðdegisnám, 120 í dreifnám og 22 í kvöldskóla. Nemendur á vorönn 2010 eru alls um 1290.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira