Fara til Bregenz í Austurríki í starfsnám
Þrír nemendur í vélvirkjun eru að fara til Bregenz í Austurríki í starfsnám. Þeir fara 29. apríl og dvelja í fjórar vikur. Þeir eru teknir sem nemar í fyrirtækjum fjóra daga í viku en eru svo í skólanum í Bregenz einn dag í viku. Verkefnið er styrkt af Leonardo og fá nemendurnir ferðir og uppihald greitt.
Nemendurnir eru frá vinstri á mynd: Ingólfur Tómas Helgason, Bjarni Már Gauksson og Davíð Logi Hlynsson. Þeir eru allir nemendur í vélvirkjun og útskrifast í vor. Með í för verður Páll Indriði Pálsson kennslustjóri.