Íslandsmót iðnnema

20/4/2005

Ingi Níels KarlssonÍslandsmót iðnnema fór fram í Smáralind miðvikudaginn 20. apríl. Þar var keppt í ýmsum iðngreinum, svo sem rafvirkjun, trésmíði, múrverki o.fl.

Ein af keppnisgreinunum var málmsuða og þar stóðu okkar menn í málminum sig vel eftir æfingar undir stjórn Ingvars Ingvarssonar kennara í suðum.

Ingi Níels Karlsson vann silfurverðlaun í MAG suðu en á mótinu var einnig keppt í PIN og logsuðu.

 

Kennarar í málmi undir umsjón Jóns Benediktssonar voru með kynningu á málm- og véltæknibrautum skólans í tengslum við mótið. 

Íslandsmót iðnnema 2005

Dagskrá

Kl. 8:00           Húsið opnar
Kl. 10:00          Keppni hefst í dúklagningu, flísalögn, málaraiðn, rafvirkjun og trésmíði  
Kl. 11:00          Keppni hefst í málmsuðu
Kl. 12-12:30     Matarhlé (nema í flísalögn og málmsuðu)
Kl. 14:00          Klukkutíma hlé í flísalögn
Kl. 15:00          Keppni í flísalögn hefst aftur
Kl. 15:30          Keppni lýkur í málmsuðu
Kl. 16:00          Keppni lýkur í dúklagningu, flísalögn, málaraiðn, rafvirkjun og trésmíði
Kl. 17:30          Verðlaunaafhending 
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira