Sigur í Gettu betur
Borgarholtsskóli sigraði MA í úrslitum Gettu betur
Úrslitin í Gettu betur, BHS gegn MA, fóru fram í íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum miðvikudaginn 23. mars kl. 20. Lið Borgarholtsskóla sem skipað var þeim: Björgólfi Guðna Guðbjörnssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Baldvin Má Baldvinssyni, sigraði MA með þriggja stiga mun, 26 stigum gegn 23. Liðið og þjálfarar fengu viðurkenningu fyrir þennan frábæra árangur í hádeginu í dag.