Heimsókn frá Kaupmannahöfn
Nú stendur yfir heimsókn 16 framhaldsskólanemenda og tveggja kennara frá Kaupmannahöfn. Þau eru að vinna að sameiginlegu verkefni með nemendum á Almennri námsbraut 2. Verkefnið felst í því að fara á staði í nágrenni Reykjavíkur og upplifa sameiginlega ákveðna náttúrustemningu samhliða því að nemendur kynnast innbyrðis öðrum. Síðasta daginn skila nemendurnir frá sér sameiginlegri afurð í tölvutæku formi. Kennararnir Anton og Jette skipuleggja og stjórna verkefninu.