Nói Síríus færði gjöf
Nemendur á lokaári í bílamálun taka áfanga sem heitir Teikning, hönnun og útfærsla. Í áfanganum er farið yfir það vinnuferli að útfæra hugmynd sem hafi að markmiði að vekja athygli, auglýsa eða vera til skrauts. Í þessu felst að æfingar eru gerðar í að setja upp vinnuteikningar og útfæra eftir því sem markmið verkefnis gerir ráð fyrir hverju sinni.
Ákváðu nemendur að spreyta sig á Nóa Síríus lógói. Í kjölfarið var haft samband við Nóa Síríus og þeim bent á þetta verkefni og sendu þeir nemendum fullan kassa af sætindum sem þakklæti fyrir vel unnið verk. Nóa Síríus er þakkað fyrir gjöfina.