Niðurstöður lýðræðisfundar nemenda

16/11/2016

 • IF29_hands
Lýðræðisfundur nemenda við Borgarholtsskóla var haldinn 27. október. Nú hefur verið unnið úr niðurstöðum. Hátt í hundrað tillögur komu fram og verður kosið um þær föstudaginn 18. nóvember í þriðja tíma (kl. 10:35). Eru nemendur eindregið hvattir til að taka þátt í kosningunni og hafa þannig áhrif á framtíð skólans síns. Hér að neðan er hægt að kynna sér tillögurnar. Þeim er skipt upp í þrjá flokka og velur hver og einn eina tillögu úr hverjum flokki.


Námið og námsumhverfið (skólastofan)

 • Nemendafjöldi í raungreinahópum fari ekki yfir 23
 • Kennarar tali minna – leggi fram fleiri verkefni
 • Prófum sé jafnar dreift yfir önnina
 • Nemendur læri meira um það sem gagnast þeim í daglegu lífi, t.d. fjármálalæsi, lán, íbúðarkaup, kaup og kjör, börn – barnauppeldi
 • Kennsla utanhúss sé aukin
 • Heimanám sé minnkað
 • Kennslustundir séu 80 mínútur
 • Kynjafræði sé skyldugrein á öllum brautum
 • Áföngum í náttúrufræði sé fækkað á félags- og hugvísindabraut
 • Fleiri valáfangar þar sem reynt er á líkamlega færni séu í boði
 • Álagi á nemendur sé jafnað yfir önnina - þess gætt að stór verkefni í mismunandi áföngum rekist ekki á
 • Lokapróf hafi ekki of mikið vægi - hámark 50% af lokaeinkunn
 • Heimanám (upplýsingar og verkefni) sé birt í Innu
 • Dregið sé úr tilgangslausri heimavinnu
 • Fleiri verkefni, færri próf
 • Nemendur sömu brautar séu meira saman í áföngum allar annir
 • Tillit sé tekið til óviðráðanlegra aðstæðna sem áhrif hafa á mætingu, s.s. seinkoma strætó
 • Mæting í tíma sé frjáls
 • Lengd prófa sé í samræmi við próftíma
 • Kennsla hefjist á þeim tíma sem stundaskrá segir
 • Lengd innlagna í verklegum tímum sé stillt í hóf
 • Aðstaða leiklistarnema sé bætt
 • Frjáls mæting fyrir 18 ára og eldri
 • Námsefni sé á netinu, að ekki þurfi bækur
 • Flokkunarkerfi fyrir rusl sé í stofum
 • Bókalistar séu uppfærðir tímanlega
 • Eftirlit sé með kennurum svo þeir vinni vinnuna sína
 • Íþróttir séu sveigjanlegri og opnunartími sé lengri
 • Íþróttir séu valfrjálsar eftir vissan aldur
 • Fleiri og hentugri borð fyrir hópvinnu t.d. borð sem hægt er að standa við
 • Kennsluaðferðir séu fjölbreyttari
 • Tölvunotkun sé aukin, pappírsnotkun minnkuð

Skólinn sem heild (gangarnir, aðstaða nemenda, mötuneytið o.fl.)

 • Álagi í afgreiðslu í mötuneyti sé dreift – stytta biðraðir; t.d. með því að bjóða nemendum að aðstoða í mötuneyti
 • Machintosh tölvum sé skipt út fyrir Windows tölvur
 • Uppstillingu í stofum sé breytt
 • Loftræsting í stofum sé bætt
 • Sófum sé fjölgað
 • Þráðlaust netsamband í skólanum sé bætt
 • Sjálfsölum fyrir snakk verði komið fyrir í skólanum
 • Fleiri snögum sé komið fyrir í skólanum
 • Matarkort séu seld nemendum
 • "Kósý-corner" sé innréttað
 • Fjölbreytni í framboði mötuneytis aukin
 • Hringt sé inn í tíma
 • Skyggni yfir mötuneyti sé nýtt sem svið
 • Hitastig í stofum sé lækkað
 • Húsgögn í kennslustofum séu endurnýjuð
 • Sófum sé komið fyrir í kennslustofum
 • Matur í mötuneyti skólans sé ódýrari
 • Framboð í mötuneyti taki líka mið af þörfum þeirra sem ekki vilja fisk og kjöt
 • Bætt sé við tölvum á bókasafni
 • Aðgengi nemenda að kennslustofum sé aukið m.a. í frímínútum
 • Dömubindi og túrtappar séu á salernum kvenna
 • Skóregla gildi einnig um kennara
 • Hafragrautur sé frír alla morgna
 • Ávextir og grænmeti fáist gegn vægu gjaldi í mötuneyti
 •  Reglum um skóbann sé betur framfylgt
 • Kennarafundir séu í síðasta tíma á föstudögum
 • Hafa löngu frímínútur seinna, eftir annan tíma
 • Matarskammtar séu þrennskonar, litlir, meðalstórir og stórir
 • Ekki sé borgað fyrir hnífapör, glös og diska í mötuneyti nemenda
 • Vinnuaðstaða nemenda sé bætt
 • Starfsfólk mötuneytis sé brosmilt
 • Frítt kaffi sé í boði í mötuneyti
 • "Glerbúr" séu fjarlægð og sófar settir í þeirra stað
 • Borð fyrir fúsball og borðtennis séu sett upp á göngum
 • Vatnsvélar séu settar upp við enda ganga
 • Tónlist sé spiluð í matsal
 • Matarskammtar séu stærri
 • Verk nemenda í málm- og véltækni séu sýnileg í bóknámshúsi
 • Stólar í kennslurýmum séu endurnýjaðir og fengnir verði þægilegri stólar
 • Fleiri rekkar séu fyrir útiskó og aðstaða fyrir inniskó
 • Reykingaskýli verði komið upp
 • Lyftunni sé læst svo þeir sem ekki þurfa á henni að halda láti hana í friði
 • Rennibrautum sé komið fyrir við neyðarútganga á  efri hæðum
 • Skólinn reki mötuneyti - ekki í hagnaðarskyni
 • Nemendur hafi aðgang að afþreyingarherbergi, t.d. með billjardborði
 • Fleiri plöntum sé komið fyrir í skólahúsnæði

Félagslíf (skólabragur)

 • Tómstundaaðstöðu komið upp - t.d. borðtennisborði
 • Böllum sé fjölgað - t.d. Haloween-ball, böll í samstarfi við aðra skóla
 • Félagslíf nemenda sé bætt
 • Nefndir á vegum nemendafélags séu virkari
 • Uppákomum í hádegi sé fjölgað
 • Skapaðar séu hefðir í sambandi við félagslífið
 • Nýnemar séu betur virkjaðir í félagslífinu
 • Félagslíf sé auglýst betur
 • Ódýrara sé á böll á vegum nemendafélagsins
 • Nemendur séu hvattir til að taka þátt í félagslífinu
 • Kveðjustund sé haldin með kennururm og útskriftarefnum
 • Félagslíf sé tvískipt, fyrir 16-17 ára og hins vegar 18 ára og eldri
 • Bíókvöld séu haldin
 • Nemendur mæti betur á viðburði
 • Borgópeysur séu á boðstólnum
 • Kennarar sýni á sér óþekktar hliðar
 • Veggur til að mála á
 • Aukin metnaður sé í starfi nemendafélagsins
 • Nemendafélagið sé lýðræðislegra - t.d. að kosið sé um hugmyndir og viðburði


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira