Niðurstöður atkvæðagreiðslu

18/11/2016

  • Gretar og Viktor greiða atkvæði
  • Nemendur greiða atkvæði

Nú er lokið atkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram komu á lýðræðisfundi nemenda sem haldin var 27. október. Alls tóku 430 nemendur þátt í atkvæðagreiðslunni eða u.þ.b. þriðjungur nemenda skólans. Hér að neðan eru helstu niðurstöður atkvæðagreiðslunnar en þær upplýsingar sem nú liggja fyrir verða greindar frekar og notaðar í þróunarstarf innan skólans. Eins verður hugað að þeim tillögum sem ekki hlutu brautargengi í atkvæðagreiðslunni nú en þykja af ýmsum ástæðum athyglisverðar.

Flokkur 1 – Námið og námsumhverfið (skólastofan)

1.       Heimanám sé minnkað (16,5%)
2.       Mæting í tíma sé frjáls (15,8%)
3.       Frjáls mæting fyrir 18 ára og eldri (11,6%)
4.       Fleiri verkefni, færri próf (7,2%)

Flokkur 2 – Skólinn sem heild (gangarnir, aðstaða nemenda, mötuneytið o.fl.)

1.       Matur í mötuneyti skólans sé ódýrari (14,9%)
2.       Sófum sé fjölgað (11,9%)
3.       Dömubindi og túrtappar séu á salernum kvenna (9,5%)
4.       Skólinn reki mötuneyti – ekki í hagnaðarskyni (9,3%)

Flokkur 3 – Félagslíf (skólabragur)

1.       Borgópeysur séu á boðstólum (25,1%)
2.       Tómstundaaðstöðu sé komið upp – t.d. borðtennisborði (9,8%)
3.       Böllum sé fjölgað - t.d. Haloween-ball, böll í samstarfi við aðra skóla (8,6%)
4.       Félagslíf nemenda sé bætt (6,5%)

Um 56% þeirra sem greiddu atkvæði voru drengir en 41% stúlkur. Ríflega 3% vildu ekki svara. Bóknámið átti flesta þátttakendur í atkvæðagreiðslunni eða 49%, listnámið var með 22% og framhaldsskólabraut 8,2%. Hlutfallslega er þátttakan í samræmi við fjölda nemenda á hverri braut. Tæplega 90% þeirra sem atkvæði greiddu voru á aldrinum 16 – 20 ára.

Á næstu misserum verður unnið úr niðurstöðum lýðræðisfundarins. Er nemendum þakkað fyrir þátttöku í fundinum og atkvæðagreiðslunni. Stefnt er að því að framhald verði á fundarhaldinu og að lýðræðisfundurinn verði endurtekinn að ári, jafnvel þannig að enn fleiri geti átt beinan þátt í að móta hugmyndir um umbætur í skólastarfinu hér í Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira