Nemendur Vættaskóla í heimsókn

30/9/2019

  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn
  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn
  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn
  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn
  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn
  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn
  • Nemendur Vættaskóla í heimsókn

Sú hefð hefur skapast að nemendur í 8. bekk Vættaskóla koma í heimsókn í Borgarholtsskóla til að kynna sér iðn- og starfsnámið sem skólinn býður upp á og skoða aðstöðuna þar sem bíl-, málm- og véltæknibrautir eru kenndar.

Nemendurnir koma í litlum hópum og kom einn slíkur hópur í sína heimsókn föstudaginn 27. september.

Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfnáms, tók á móti hópnum. Fór hún með hópinn um allt verknámshúsið og sagði frá því helsta sem fyrir augu bar. Vonandi hafa nemendur notið heimsóknarinnar og orðið einhvers vísari um það sem fram fer í skólanum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira