Nemendur tóku þátt í Maggalagakeppni

2/10/2015

  • Árný, Gabríella, María Lovísa, Viktoría og Þórey

Fimm nemendur á sérnámsbraut BHS sendu á dögunum inn lag í Maggalagakeppnina sem haldin var á Rás 2 í tilefni 70 ára afmælis Magnúsar Eiríkssonar.  Nemendurnir heita Árný Lára Hauksdóttir, Gabríela Oddrún Oddsdóttir, María Lovísa Arnardóttir, Viktoría Rán Pétursdóttir og Þórey Ísafold Magnúsdóttir.  Þeim til aðstoðar var Theódór Karlsson kennari. 

Því miður lenti lag okkar nemenda ekki á topp 10 listanum í keppninni, en það náði hins vegar athygli Heiðu Eiríksdóttur sem er stjórnandi þáttarins Langspil á Rás 2.  Hún hafði mörg falleg orð um lagið, s.s. að lagið væri einlægt, það væri mikil gleði í því, flottur gítar og skemmtilegur ásláttur á slagverkshljóðfærin.  Lagið var flutt í gærkvöldi í þætti Heiðu og má hlusta á það vef þáttarins og byrjar það á mínútu 1:47:10.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira