Nemendur óskast til þátttöku í alþjóðlegu verkefni

5/4/2016

  • Skólinn faðmaður haust 2014

Forvarnarfulltrúarnir eru að leita að nemendum til þátttöku í alþjóðlegu verkefni sem ber yfirskriftina: Will of Youngs, Power of Culture :

Blundar í þér útþrá?  Hefðurðu gaman að því að kynnast fólki frá framandi stöðum og hefur gaman af því að vinna í hópi?

Við leitum að nemendum til þátttöku í alþjóðlegu verkefni sem sem ber yfirskriftina: Will of Youngs, Power of Culture.

Við leitum að nemendum sem hafa sjálfir reynslu af eða þekkja til  fíknihegðunar (td. af eigin reynslu, fjölskyldumeðlima, vina eða nám).  Verkefnið miðar að því að vekja ungt fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðra lifnaðahátta.

Okkur vantar 7 þátttakendur og þeir þurfa að vera tilbúnir að fara í nokkrar utanlandsferðir á næstu tveimur árum, auk þess að hjálpa til við að taka á móti erlendum gestum.

Áhugasamir sendi línu með upplýsingum um sig á: sigurdurth@bhs.is - asta@bhs.is eða gudny@bhs.is 

Endilega hafið samband sem fyrst, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Kveðja

Forvarnafulltrúar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira