Nemendur í sálfræði heimsækja London

3/3/2017

  • Sálfræðinemar í London við heimili Freud
  • Sálfræðiferð 2017
  • Sálfræðiferð 2017
  • Sálfræðiferð 2017
  • Sálfræðiferð 2017
  • Sálfræðinemar í London við UCL

Kennarar í sálfræði leggja á hverju ári land undir fót og heimsækja stórborgina London ásamt nemendum sínum. Að þessu sinni eru 20 nemendur með í för. Fer hópurinn vítt og breytt um borgina og kynnir sér þá miklu flóru menningar og fræða sem hún hefur fóstrað. Heimili Sigmundar Freud er heimsótt en eins og kunnugt er bjó þessi erkitýpa sálfræðinnar í London síðustu æviárin. Auk þess eru listasöfn og háskólar heimsóttir, m.a. hinn merki prófessor Jerremy Bentham en hann hefur sína fábrotnu skrifstofu í andyri University College í London.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira