Nemendur í kvikmyndagerð og RIFF
Nemendur á þriðja ári í kvikmyndagerð eru í starfsnámi hjá RIFF kvikmyndahátíð þessa dagana. Bæði taka nemendur þátt í RIFF Student TV sem sér um að búa til innslög um hátíðina og einnig eru nemendur að streyma viðburðum RIFF í Norræna húsinu. Nemendur hafa aðstöðu til klippinga í skrifstofum RIFF í Hafnarhúsinu og má segja að skólastofan sé flutt þangað á meðan á RIFF stendur. Samstarf Borgarholtsskóla og RIFF hefur staðið yfir sleitulaust frá 2005. Hákon Már Oddsson kennari hefur umsjón með verkefninu.
Nemendur á öðru ári í kvikmyndagerð eru einnig að taka þátt í RIFF4future (Riff four future) sem er Workshop um nýja tækni, sjálfbærni (sustainability) og loftlagsvána (global warming) fyrir kvikmyndanemendur víðs vegar um heiminn en nemendur gera á endanum stuttmynd sem verður sýnd á lokadegi hátíðarinnar.