Nemendur í ENS433 gáfu út skólablað.
Nemendur í ENS433 gáfu í dag út skólablaðið School Tissue undir leiðsögn enskukennarans þeirra, Sólrúnar Ingu. Í blaðinu er að finna viðtöl við nemendur, greinar um kosti og galla skólans, íþróttir, smásögur, ljóð og margt fleira, allt á ensku. Hægt er að sjá blaðið á bókasafninu og víðar um skólann og eru nemendur og starfsmenn hvattir til þess að glugga í það sér til skemmtunar.
Áfanginn ENS 433 (verður
ENS 3C05) er valáfangi sem er alltaf í boði á vorönn. Áhersla er lögð á
bókmenntir og kvikmyndir (þar sem aðalþemað er „the dark side of human nature“),
skapandi skrif, blaðagreinar, SAT orðaforða og margt fleira.