Nemendur í ENS433 gáfu út skólablað.

8/4/2016

  • Skólablað í ensku vor 2016

Nemendur í ENS433 gáfu í dag út skólablaðið School Tissue undir leiðsögn enskukennarans þeirra, Sólrúnar Ingu. Í blaðinu er að finna viðtöl við nemendur, greinar um kosti og galla skólans, íþróttir, smásögur, ljóð og margt fleira, allt á ensku. Hægt er að sjá blaðið á bókasafninu og víðar um skólann og eru nemendur og starfsmenn hvattir til þess að glugga í það sér til skemmtunar.

Áfanginn ENS 433 (verður ENS 3C05) er valáfangi sem er alltaf í boði á vorönn. Áhersla er lögð á bókmenntir og kvikmyndir (þar sem aðalþemað er „the dark side of human nature“), skapandi skrif, blaðagreinar, SAT orðaforða og margt fleira.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira