Nemendur hanna og mála "camoflash" á jeppa

14/9/2020 Bíliðngreinar

  • Vinna við jeppa í gangi
  • Búið að mála jeppann

Nemendur á annarri önn í bílamálun hafa nýlokið áfanganum Teikning og hönnun. Í áfanganum velja nemendur sér ýmis verkefni til að takast á við og voru nokkur þeirra sem völdu að teikna og hanna "camoflash" munstur á jeppa. Ákveðið var að hafa jeppann tvískiptan . Neðri hlutinn var málaður mosagrænn, en efri hlutinn í camoflash. Þess má geta að eigandi jeppans er annálaður veiðimaður og var fús til að leyfa nemendum að spreyta sig á þessu verkefni. Afraksturinn var glæsilegur og allir hlutaðeigandi aðilar sáttir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira