Nemendur Borgó gera góða hluti í körfunni

29/4/2022 Afrekið

  • Stefanía og Bergdís taka við bikarnum fyrir hönd liðsins.
  • Emma og Bergdís. Með þeim er Margrét Ósk Einarsdóttir sem þjálfar stúlknaflokk.

Nemendur Borgarholtsskóla eru skólanum til sóma á mörgum sviðum. Þrjár stúlkur af afrekssviði Borgarholtsskóla hafa gert það gott í körfuboltanum síðustu vikurnar. 

Bergdís Anna Magnúsdóttir, Emma Hrönn Hákonardóttir og Stefanía Tera Hansen urðu bikarmeistarar í körfubolta með liði sínu í stúlknaflokki hjá Fjölni þann 18. mars síðastliðinn og þegar þessi orð eru skrifuð trónir lið þeirra jafnframt á toppnum í  Íslandsmótinu. Stelpurnar eru einnig allar í meistaraflokkshópnum sem varð deildarmeistari í Subway deild kvenna og komst í undanúrslit í þeirri deild í úrslitakeppninni. 

Bergdísi, Emmu og Stefaníu er óskað til hamingju með árangurinn og það verður gaman að fylgjast með þessum kröftugu stúlkum í framtíðinni. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira