Nemendur BHS hljóta afreksstyrk HÍ

29/6/2015

  • Brynhildur Ásgeirsdóttir og Jón Pálsson

Tveir nemendur Borgarholtsskóla, þau Brynhildur Ásgeirsdóttir og Jón Pálsson, hlutu á dögunum styrk úr Afreks- og hvatningarjóði Háskóla Íslands. Nemur hver styrkur 300 þúsund krónum auk þess sem sjóðurinn greiðir skólagjöld þeirra fyrsta árið.

Eins og komið hefur fram á þessum stað var Brynhildur dúx skólans í vor og Jón semi-dúx. Óskum við þeim innilega til hamingju með þennan heiður og vitum að þau eru vel að honum komin. 

Hér má nálgast fréttina á vef HÍ.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira