Nemendur af þjónustubraut í keilu
Föstudaginn 16. september fóru nemendur og kennarar af þjónustubraut í keilu.
Nemendur voru greinilega í góðu stuði þar sem kastað var í hverja
felluna á fætur annarri og ekki hægt að segja annað en þau hafi tekið
bæði keppnisskapið og fyrirmyndarhegðunina með sér.