Nemendur af afreksíþróttasviði fá styrk

13/1/2016

  • Afreksnemendur fá styrk fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum á haustönn 2015

Þriðjudaginn 12. janúar var  þeim nemendum af afreksíþróttasviði sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í sinni grein á síðustu önn veittur 25.000 kr. styrkur frá afreksíþróttasviði. Í ár voru það 10 einstaklingar sem hlutu styrkinn fyrir eftirfarandi verkefni:

Ástríður Glódís, Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir fóru allar með U18 ára landsliðinu í handknattleik í æfingaferð til Póllands nú í desember.

Úlfur Kjartansson fór með U18 ára í handknattleik til Þýsklands til að taka þátt í móti milli jóla og nýárs og gekk það vel.

Kristján Örn Kristjánsson keppti með U20 í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í lok ágúst síðast liðnum. Þar náðist frábær árangur þar sem drengirnir lönduðu 3ja sætinu.

Thea Imani Sturludóttir fór með A-landsliði kvenna til Noregs síðastliðið haust. Þess má geta að hún er um leið fyrsti A-landsliðsleikmaður afreksíþróttasviðs í handbolta.

Hulda Hrund Arnarsdóttir fór til Sviss með U19 í knattspyrnu í september síðastliðnum og Helgi Guðjónsson tók þátt með U17 í undankeppni EM í október sem fram fór hér á landi.

Sveinn Aron Guðjonhsen spilaði með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu í undankeppni EM 2016. Þar vannst einn leikur, eitt jafntefli og eitt tap.

Bryndís Bolladóttir sundkona fær fyrsta styrkinn sem fer til einstaklingsgreina á afreksíþróttasviðinu. Hún hefur tekið þátt í metnaðarfullum æfingabúðum nú um áramótin og fór með landsliðinu til Bergen í Noregi í desember.

Á meðfylgjandi  mynd er Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri og Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari með nemendahópnum.  Á myndina vantar Kristján Örn Kristjánsson, Svein Aron Gudjohnsen og Bryndísi Bolladóttur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira