Nemendur á leið til Þýskalands

15/6/2018

  • Nemendur á leið til Þýskalands

Á hverju ári síðan 2009 hefur afburðanemendum í þýsku í Borgarholtsskóla verið boðið að fara á þriggja vikna sumarnámskeið í Þýskalandi. Þetta er hluti af PASCH samstarfsverkefninu sem skólinn tekur þátt í og er nemendum og skólanum að kostnaðarlausu.

Nú í sumar fara þau Sandra Sif Gunnarsdóttir og Arnþór Birkir Sigurðsson til Kölnar.

Þátttakendur koma víða að og eru með mismunandi bakgrunn. Markmiðið með námskeiðinu er fyrst og fremst að læra þýsku og fá æfingu í að tala hana, en einnig að kynnast Þýskalandi og kynnast öðru ungu fólki af ólíku þjóðerni og menningu þeirra.

Meðfylgjandi mynd var tekin miðvikudaginn 14. júní þegar Sandra Sif og Arnþór Birkir mættu á fund með Bernd þýskukennara vegna fyrirhugaðrar ferðar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira