Námsmatsviðtöl og staðfesting vals

8/12/2017

  • Skólinn

Þriðjudaginn 19. desember kl. 11:00 - 13:00 er nemendum í dagskóla boðið til námsmatsviðtala. Viðtölin koma í stað prófsýningar í eldra skipulagi en þjóna í raun sama tilgangi: Að veita tækifæri til samræðu nemanda og kennara um einstaka þætti námsmats áfanga jafnt sem námsmatið í heild sinni.

Verður fyrirkomulagið þannig að kennarar verða til viðtals í kennslustofum á áðurnefndum tímum. Listar með nöfnum kennara munu hanga uppi í anddyrum. Nemendur eru hvattir til að koma við og fara yfir námsmat í áföngum annarinnar og nálgast gögn sem hugsanlega hafa orðið eftir í fórum kennara.

Þennan sama dag gefst nemendum tækifæri til að endurskoða val sitt fyrir vorönnina í ljósi árangurs á haustönn. Þeir nemendur sem hafa umsjónarkennara snúa sér til þeirra, aðrir snúa sér til sviðstjóra eða áfangastjóra.

Nemendur staðfesta val sitt með því að greiða skólagjöld. Þau hafa nú þegar verið lögð á í flestum deildum og birtast greiðsluseðlar í heimabanka nemanda eða forráðamanns (ef nemandi er undir 18 ára aldri). Ef greiðsla berst ekki á gjalddaga er litið svo á að nemandi ætli ekki að þiggja skólavist á vorönn 2018.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira