Nám og kennsla frá og með 23. nóvember
Hér að neðan er að finna helstu atriði sem hafa þarf í huga og leiðbeiningar vegna náms og kennslu á einstökum brautum og sviðum. Nemendur geta reiknað með að þetta skipulag gildi til annarloka.
Almennt:
- Algjör grímuskylda nemenda og starfsfólks.
- Kennarar og starfsfólk í ræstingum sjá til þess að snertifletir séu hreinsaðir milli hópa og að snertifletir í almennum rýmum séu sótthreinsaðir einu sinni á dag hið minnsta.
- Sóttvarnarhólf verða fjögur: Bílaskáli, málmskáli, bóknámshús og skrifstofuálma.
- Engir óviðkomandi gestir eru leyfðir í skólahúsnæði.
- Mötuneyti og aðrir staðir sem nemendur geta safnast saman á verða lokaðir.
- Aðgangi að námsaðstöðu á bókasafni er stýrt af náms- og starfsráðgjöfum þannig að hámarksfjöldi nemenda á safninu fari aldrei yfir 30.
Sérnámsbraut:
- Kennsla verður með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. allir nemendur í staðnámi.
- Nemendum er skipt í hópa, 9 eða færri í hverjum.
- Sérstaklega er gætt að hópaskiptingu og að engin blöndun milli hópa eigi sér stað.
Framhaldsskólabraut:
- Kennsla verður með svipuðum hætti og verið hefur, þ.e. staðnám.
- Engin blöndun milli hópa á sér stað.
Listnámsbraut:
- Nýnemar fæddir 2004 eru í staðnámi í þeim hópum þar sem hægt er að tryggja að ekki verði blöndun milli ólíkra námshópa.
- Eldri nemendur eru í fjarnámi nema hægt sé að tryggja að þeir blandist ekki milli hópa og við nýnema.
- Kennarar sem geta skipulagt nám sem fjarnám eru hvattir til þess.
Bóknámsbrautir:
- Allir nemendur eru í fjarnámi þar sem ekki er hægt að tryggja að ekki verði um blöndun milli námshópa að ræða.
- Í undantekningartilfellum verður kennurum heimilt að kalla nemendur inn til að sinna einstökum námsmatsþáttum.
Félagsvirkni- og uppeldissvið:
- Nemendur eru í fjarnámi í bóklegum greinum.
- Nemendur í HÚS1A05 (verklegur áfangi) eru í staðnámi að mestu.
Málmiðngreinar og grunndeild bíla:
- Svipað fyrirkomulag og verið hefur undanfarnar vikur, þ.e. nemendur koma inn u.þ.b. einn dag í viku í verklegar og fagbóklegar greinar.
- Hópum er skipt í undirhópa til að tryggja að ekki verði fleiri en 10 á hverju svæði.
- Engin blöndun nemenda er milli ólíkra hópa og undirhópa.
Bíliðngreinar - lotur:
- Svipað fyrirkomulag og verið hefur.
- Hópum þar sem nemendur eru fleiri en 9 er tvískipt.
- Engin blöndun er á milli nemenda úr ólíkum hópum.