Nám á afrekssviði metið til þjálfarastigs 1 og 2

19/8/2016

  • Afreksíþróttasvið hópmynd 2014-2015

Bóklegi hluti náms á afreksíþróttasviðinu hefur verið metinn til þjálfarastigs ÍSÍ 1 og 2 almenns hluta.  Þetta þýðir að þeir nemendur sem fara í gegnum 3 ár á afreksíþróttasviði í núverandi skipulagi útskrifast með skírteini upp á þjálfunarmenntun frá ÍSÍ, stig 1 og 2. 

Þetta er afar jákvætt og gott fyrir nemendur af afrekssviði þar sem mörg þeirra eiga eftir að koma nálægt þjálfun í framtíðinni.

Bóklegi hluti námsins er settur upp sem einn tími í viku allar annirnar með áherslu á mismunandi efni.  Viðfangsefnin eru í eftirfarandi röð:  næring og heilsa, þjálffræði, íþróttasálfræði, afrekshugsun I, afrekshugsun II og lokaverkefni.

Nánar er hægt að lesa um þetta á vef afreksviðsins .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira