Myndin af mér

22/1/2018

  • Myndin af mér sýnd í matsal 22. janúar 2018
  • Myndin af mér sýnd í matsal 22. janúar 2018

Myndin af mér var frumsýnd í fjórum þáttum í síðustu viku, en um er að ræða leikna stuttmynd. Myndin fjallar um stafrænt kynferðisofbeldi, þar sem nektarmyndum, sem sendar eru í trúnaði, er deilt og sagt er frá þeim áhrifum sem slíkt hefur í för með sér á líf þeirra sem fyrir ofbeldinu verða. Myndin af mér byggir á sönnum sögum úr íslenskum veruleika og kemur úr smiðju þeirra sem gerðu fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Leikstjóri myndarinnar er Brynhildur Björnsdóttir og handritshöfundur er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.
Nemendur úr framhaldsskólum léku í myndinni, þar á meðal nemendur úr Borgarholtsskóla, auk þess sem myndin var tekin hér skólanum.

Í hádegishléi  mánudaginn 22. janúar voru leikarar myndarinnar með stutta kynningu í matsal skólans og í framhaldi var myndin sýnd að viðstöddu fjölmenni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag en hægt er að sjá myndina á vefnum https://www.myndinafmer.com/ .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira