"Motivation Matters"

23/1/2018

Dagana 15. – 21.janúar fóru sex nemendur ásamt tveimur starfsmönnum skólans í fyrstu ferð tengda Erasmus+ verkefninu “Motivation Matters”. Þetta er samstarfsverkefni Íslands, Danmerkur, Finnlands og Noregs sem stendur yfir í 2 ár.

Í þessari fyrstu heimsókn var ferðinni heitið til Pudasjarve í Norður-Finnlandi þar sem nemendur fengu að takast á við ýmsar skemmtilegar áskoranir. Meðal annars kynna land og þjóð fyrir hinum, fjalla um íslenska skólakerfið, taka þátt í vinnustofum um staðalmyndir, nám í nútímasamfélagi og fleira. Farið var í heimsókn í jólasveinabæ í Lapplandi, í sauna, á skíði, skauta, snjósleða, bretti og margt fleira.

Ferðin var frábær í alla staði og allir voru sammála um að hún hefði heppnast vel. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira